Ef ríkið tekur HS Orku eignarnámi kostar það enga þrjátíu milljarða. Kostar ekki nema fimmtán milljarða, sem greiðast á löngum tíma. Ríkið þarf bara að yfirtaka kúlulán með aðeins ævintýralegum 1,5% vöxtum. Það er vel gerlegt, ef menn vilja vinda ofan af einkavæðingu orkugeirans. Og vel þess virði. Að henda sömu upphæð í Sparisjóð Keflavíkur er hins vegar tómt rugl. Ríkið á ekki að vernda græðgislið, sem kann ekki fótum sínum forráð. Fyrir sama fé hefur það frekar efni á að varðveita og efla hugsjónina um, að innviðir samfélagsins séu eign þjóðarinnar. Græðgisvæðingu Íslands þarf að linna.