Vextir lengst af bannaðir

Punktar

Vextir voru bannaðir í kristnum löndum fram yfir miðaldir. Voru bannaðir í Lúkasi 6-35: “Lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn.” Gyðingar máttu ekki taka vexti af trúbræðrum, bara af trúvillingum. Því veittu þeir okurlán og bökuðu sér hatur kristinna. Menn beittu ýmsu til að fara kringum orð Krists samkvæmt Lúkasi. Bankar múslíma nota sömu undanbrögð til að komast hjá banni Múhameðs spámanns. Langt fram eftir öldum var ólöglegt og siðlaust í senn að taka vexti. Það hét okur og okrarar hlutu þunga dóma. Svo tók Mammon við af Guði sem leiðtogi lífs okkar. Með víðtækum afleiðingum, sem við sjáum öll.