Skjaldborg um velferð

Punktar

Þótt stjórnvöld hafi sumt gert rangt og illa, þá hefur þeim tekizt að verja almenning fyrir áhrifum hrunsins. Þótt skellurinn sé meiri hér en á Írlandi, hafa áhrifin á fátækt fólk verið minni. Með alls konar aðgerðum stjórnvalda hafa lágtekjur og millitekjur dregizt minna saman hér á landi. Gjaldþrot og matarskortur hér eru smámunir í samanburði við Írland. Ríkisstjórn Geirs og ríkisstjórn Jóhönnu að þakka. Geir leyfði gjaldþrot banka, sem skipti mestu í þessu samhengi. Jóhanna lagði áherzlu á aðgerðir í þágu skuldugra heimila og þær eru óðum að skila sér. Ástandið er því alls ekki alvont hér á landi.