Svipan og Frjálslyndi flokkurinn halda, að vestfirzkt þorp heiti Flateyrir, Beygist Flateyrir-Flateyris. Svipan notar Flateyris í fyrirsögn í gær. Það er síðan endurtekið í texta tilkynningar Frjálslyndra. Minnir mig á nýliða, sem ég hafði einu sinni. Sem skrifaði frétt um slys í Bitrufirði. Sá af hyggjuviti sínu, að það gat ekki staðizt. Skrifaði því Betrifirði. Þá var hjörð prófarkalesara í starfi. Almenningur sá því ekki afrekið. Nýliðinn varð skammlífur í starfi. Núna virðast slíkir ryðja sér til rúms. Taka við af reynsluboltum, sem útgefendur losa sig við. Og prófarkalestur er horfinn.