Sigurðar Líndal bakkaði á bíl um daginn. Atburðurinn sást í öryggismyndavél, svo að varnir urðu engar. Efaðist um, að bíllinn hefði skemmzt: “Almennt er það ekki óalgengt þegar verðsmotterí er í húfi að mann láti gera svolítið meira og komi því yfir á tryggingafélagið. Ég er samt ekkert að segja að hann hafi gert það.” Ef svo er, af hverju talar Sigurður þá um það. Auðvitað til að slúðra um manninn. Sigurður notar orðaleppa, “ekki óalgengt” eins og Hæstiréttur. Sá sagði kosningasvindl vera “alkunnugt”, þótt enginn kannaðist samt við það. Takið ekkert mark á lagatæknum. Hvorki prófessorum né dómurum.