Tvenns konar verkefni

Punktar

Páll Vilhjálmsson er ágætur bloggari, sem aldrei er sammála mér um Evrópu. Í gær setti hann fram athyglisverða flokkun á verkefnum ríkisstjórnarinnar. Annars vegar eru mál, sem hún erfði frá ríkisstjórn Geirs Haarde. Í þeim flokki eru Icesave, skjaldborg heimilanna, endurreisn atvinnulífsins og jafnvægi í ríkisbúskapnum. Í hinum flokknum eru hugsjónamál stjórnarinnar. Einkum umsókn um aðild að Evrópusambandinu, breytt eignarhald á kvóta og stjórnlagaþing. Ég met það svo, að stjórninni hafi gengið bærilega að fást við arfinn, en lakar að fást við hugsjónirnar. Þeim hefur hún klúðrað.