Ekki eru nema hundrað ár síðan þrælahald var afnumið á Íslandi. Áður varð vinnufólk að fá skráningu hjá einhverjum bónda. Bannaður var þurrabúskapur landleysingja. Máttu ekki leika lausum hala og allra sízt freista gæfunnar á mölinni. Embættismenn töldu, að sjálfstæði verkafólks og sjómanna græfi undan þjóðskipulaginu. Bann við þrælahaldinu kom auðvitað að utan, frá kóngsins Kaupinhafn. Gegn harðri andstöðu innlendra embættismanna rétt eins og allar réttarbætur. Enn er hér stundað þrælahald á neytendum. Ráðuneyti landbúnaðar berst grimmdarlega gegn verzlunarfrelsi að evrópskum hætti.