Sviptingar fréttabransans

Fjölmiðlun

Það merkilega er, að arabíska fréttastofan Aljazeera stóð sig bezt í fréttum af byltingunni í Túnis og falli Mubaraks í Egyptalandi. Aljazeera var meðal fólksins og sagði fréttir af því. Meðan vestrænar fréttastofur töluðu við gamla og þreytta liðið framan við Hvíta húsið í Washington. Fréttastofur á Vesturlöndum eru orðnar samofnar vestrænum fjármálaheimi og geta ekki horft út fyrir boxið. Sama er að segja um fjölmiðla, sem áður voru beztir í heimi, til dæmis New York Times. Eina læsilega blaðið um Túnis og Egyptaland var brezka Guardian. Það hefur tekið forustu sem eina heimsblað Vesturlanda.