Ef ég eða þú segjum, að “Alþingi endurspegli ekki vilja þjóðarinnar”, þá erum við bara álitsgjafar að rausa. Allt annað mál er, þegar forseti Íslands segir það. Þá er hann að lýsa yfir hallarbyltingu í valdstjórninni. Á sama tíma hefur Hæstiréttur sömuleiðis lýst yfir hallarbyltingu með því að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Alþingi er nánast orðin valdalaus stofnun. Kannski getur það endurheimt stöðu sína með gagnbyltingu. Við verðum að sjá, hvernig mál þróast. En það merkilega hefur gerzt, að klappstýra útrásarinnar er orðin kóngur yfir Íslandi. Og honum líður auðvitað rosalega vel með það.