Þegar ég tek benzín á bílinn, hættir dælan á fullum geymi. Öryggisbúnaður er á hverri dælu á hverri benzínstöð. Annað er uppi á teningnum í Örfirisey, þótt þar sé margfalt meira í húfi. Ef tankur skipsins fyllist, heldur dælan áfram meðan dælukarlinn hleypur upp í skúr. Tvöþúsund lítrar af svartolíu fara í sjóinn. Þegar ég skrifa þetta, hefur enginn fjölmiðill reynt að segja okkur, hvernig stendur á þessu. Hvar er mengunareftirlit Reykjavíkurborgar? Olíulekinn í Örfirisey minnir á ríkisstjórn Geirs Haarde. Allir sitja með hendur í skauti. Bara er passað upp á, að blaðamenn komist ekki á vettvang.