Hér er gott dæmi um hnignun fjölmiðla. Tveir sólarhringar eru liðnir síðan mikið mengunarslys varð í Reykjavíkurhöfn. Fjölmiðlar hafa eingöngu birt fréttatilkynningar málsaðila. Þeir hafa ekkert fjallað um það furðulega fyrirbæri, að enginn öryggisbúnaður var á dælunni. Þótt slíkur búnaður sé á hverri einustu dælu á benzínstöðvum landsins. Engin tilraun var gerð til að stilla Reykjavíkurhöfn eða Umhverfisstofnun upp við vegg. Engin tilraun var gerð til að kanna furðulega fullyrðingu um, að svartolían væri föst milli skips og bryggju. Allir fjölmiðlar brugðust okkur í þessu hneykslismáli.