Þátttakan í atkvæðagreiðslu á vefnum um IceSave er of lítil. Nær ekki þeim atkvæðafjölda, sem andstaðan gegn Magma fékk. Sú fékk samt ekki vilja sínum framgengt. Einnig er greinilegt, að falsanir eru á ferð, atkvæði berast jafnt í svefni á nóttu sem degi. Áhuginn á höfnun IceSave er jafn eindreginn og áður hjá þjóðrembingum. En nytsömum sakleysingjum hefur fækkað verulega. Þetta er ekki lengur markvert deiluefni. Alþingi samþykkti IceSave í dag með miklum meirihluta og málið er komið út af borðinu. Nú birtir í samfélaginu og við getum haldið áfram með lífið. Til hamingju Íslendingar með raunsæið.