Komið er í ljós, að úrtak sannprófunar Frosta Sigurjónssonar var 100 manns, en ekki 74. Það þýðir, að 69 af 100 manna úrtaki staðfestu undirskrift sína á bænarskrá til forsetans. Það þýðir, að 31% af útkomunni er undir grun um fölsun. 31% af 37.000 undirskriftum eru þá 11.500 fölsuð nöfn. Þýðir, að 25.500 undirskriftir eru ófalsaðar. Líklega nærri lagi. Hlýtur að teljast algert flopp. Fölsunin var gerð möguleg með því að nota forritið Joomla 1.5 og kippa viðbótunum Core Design Petitions og Captcha úr sambandi. Svona fer, þegar vel meinandi menn gera hagkvæmnis-bandalag við geðveika hægri kantinn.