Öll ríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í gær gegn landráni Ísraels. Nema Bandaríkin, sem beittu neitunarvaldi. Bretland, Frakkland og Þýzkaland sáu ástæðu til að gefa út sameiginlega yfirlýsingu til að fordæma Bandaríkin. Þau eru í auknum mæli orðin heimsins mesta vandamál. Ekki aðeins halda þau úti mesta vandræðaríki heimsins. Þar á ofan gera þau bandalag við nánast alla verstu vandræðamenn, sem finnanlegir eru. Hosni Mubarak var gott dæmi um það. Heimska bandarískra kjósenda er svo hrikaleg, að hún slær út Íslendinga. Bandaríkjamenn leyfa sérhagsmunahópum að stjórna landi og heimi.