Caruso hefur látið á sjá í vetur. Var áður nokkuð gott, miðað við verð. En nú hefur fiskur dagsins verið illa eldaður í þrjú skipti í röð. Allt of mikið, hann var orðinn harður í kantinn og þurr. Fiskur má ekki við slíku og alls ekki smálúða. Hún verður bara eins og pappi. Nú síðast fór Caruso líka illa með ofnbökuðu kartöfluna. Hún virtist vera tvíelduð, var orðin brún og þurr í sentimetra lagi innan við hýðið. Ég fór því hálfgerða sneypuferð á Caruso í þetta skiptið. En þjónustan var góð eins og endranær. Mikið vildi ég, að Caruso hundskaðist til að verða aftur að sómasamlegum veitingastað.