Erfiðleikar þjóðarinnar og seinar aðgerðir stjórnvalda hafa búið til tómarúm valda á hæstu stöðum. Inn í þetta tómarúm hafa komið ýmsir aðilar. Til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, sem styður IceSave, þótt hann sé í stjórnarandstöðu. Í vaxandi mæli tekur ríkisstjórnin mikilvægar ákvarðanir í samráði við þann flokk. Ekki bara í IceSave, heldur líka í fyrningu kvóta. Stafar auðvitað af tæpari meirihluta stjórnarinnar. Einnig kom Hæstiréttur inn í valdataflið með ógildingu kosninga til stjórnlagaþings. Og ekki sízt kom forsetaembættið inn í tómarúmið. Valdið er því að dreifast á ýmsa aðila í þjóðfélaginu.