Bjarni þarf á jái að halda

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem á við vandamál að stríða vegna þjóðaratkvæðis um IceSave. Sagt er, að helmingur flokksins styðji málið og helmingur sé því andvígur. Bjarni Benediktsson gerði uppreisn gegn geðveika hægri jaðri flokksins með því að styðja IceSave. Jaðarinn hefur samt mikið fylgi og flækist fyrir formanninum. Falli IceSave, fellur Bjarni líka. Því er vonlaust fyrir hann að sitja með hendur í skauti og tala um þetta sem mál stjórnarinnar. Ef þjóðin segir já í kosningunum, er Bjarni hins vegar kominn með undirtökin í flokknum. Bjarni þarf á því að halda að stækka já-hópinn.