Hinn illræmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til ársvistar á hæli fyrir áfengis- og deyfilyfjafíkla. Að launum fær hann frelsi frá tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjölda brota. Einhver hefur logið því að trúgjörnum héraðsdómara, að hægt sé að þurrka fíkla með dómi. Ég veit ekki um neitt dæmi þess, að slíkt hafi tekizt. Yfirleitt eru menn sammála um, að fíkill verði að þrá þurrkinn til að hafa minnsta séns. Fyrir mörgum árum tíðkaðist í Bandaríkjunum að dæma brotamenn til afvötnunar. En ég held það sé löngu hætt. Þessi dómur er bara dæmi um fremur síðbúna heimsku íslenzka dómara.