Vítahringur blaðamennsku

Fjölmiðlun

Fyrir tuttugu árum fóru blaðamenn úr húsi til að taka viðtöl augliti til auglitis við fólk. Fyrir tíu árum tóku þeir upp símann og hringdu í fólk eða svöruðu símtölum. Í dag senda þeir tölvupóst eða taka við tölvupósti. Þetta er hagkvæmt af fjárhagsástæðum, en drepur blaðamennsku. Við hverja breytingu eykst fjarlægð blaðamanna. Helmingur frétta ber þess merki, að blaðamaður hefur snyrt tilkynningu frá stofnun eða fyrirtæki. Hann afgreiðir. Fyrir tuttugu árum voru nokkrir blaðamenn á Alþingi, hittu þingmenn, ekki síður gesti og komust að ýmsu forvitnilegu. Nú er bara Ríkisútvarpið með mann þar.