Aðdáendur krónunnar vitna oft í erlenda fræðimenn, sem segja krónuna hafa bjargað þjóðarbúinu frá verri skelli. Bera saman við Írland, sem hefur hina hötuðu evru. Tengja hins vegar ekki í hina raunverulegu skýringu. Hin meinta snilld krónunnar felst í, að lækkun hennar skellir vandanum í einu vetfangi á launin. Allt er í hnút á vinnumarkaði, af því að lífskjör rýrnuðu rosalega hér á landi. Verkalýðsfélög komast hvorki lönd né strönd í kröfum sínum. Vitlegra hefði verið að heimta evru og hindra þannig sjálfvirka launalækkun sem ódýrt hagstjórnartæki. Krónan er það, sem heldur lífskjörunum niðri.