Óhæfur starfsmannastjóri

Punktar

Karl M. Kristjánsson starfsmannastjóri Alþingis gerðist í gær sekur um meiri háttar þvætting í Fréttablaðinu. Frásögn hans stingur gersamlega í stúf við dómsorð málsins. Grein hans er full af gífuryrðum. Virðist ekki í jafnvægi. Það kann að skýra mislukkaða aðför Alþingis að svokölluðum níumenningum. Forseti Alþingis hefur of lengi látið viðgangast ruglið í Helga Bernódussyni skrifstofustjóra. Og nú bætist starfsmannastjórinn við. Ég hef lengi talið, að yfirmenn á skrifstofu Alþingis séu óhæfir til að gegna starfi sínu. Og þeir hafa greinilega eyðilagt starfsmannahaldið. Burt með þá félagana tvo.