Íslenzk dómvenja hefur ekkert með réttlæti að gera. Hún snýst ekki um neina Salómonsdóma. Hún er bara orðhengilsháttur. Lögmenn grandskoða kommusetningu laga til að finna undankomuleiðir frá réttlæti. Studdir dómurum, er fagna hverri kommuvillu, sem finnst í lögum og reglugerðum. Stjórnarskráin snýst að mati þeirra ekki um réttlæti eða samning þjóðarinnar við sjálfa sig. Hún snýst um að gefa dómurum færi á að leika sögufræga orðhengils-bófa, Njál á Bergþórshvoli og Mörð Valgarðsson. Að mati dómstóla eru öll lög illa samin, sérstaklega ef þau miða að réttlæti. Óvinir réttlætis, hættulegir lýðræði.