Fjölmiðlar á Íslandi hallast til hægri. Greinilegast er það á Morgunblaðinu og 365 miðlum. Allir þessir fjölmiðlar eru undir stjórn fólks, sem er hallt undir Sjálfstæðisflokkinn. Þar á ofan teljast útvarpstöð og sjónvarpsstöð til eindreginna stuðningsaðila. DV hefur ekki þennan halla og heldur ekki Ríkisútvarpið, þótt útvarpsstjórinn hallist lítillega til hægri. En þannig er það víðar um hinn vestræna heim. Hagsmunaaðilar stjórna yfirleitt hægri sinnuðum flokkum og borga undir þóknanlega fjölmiðla. Markmiðið er að rugla um fyrir almenningi og ná fram ráðstöfunum, sem eru auðmönnum til hagsbóta.