Gallabuxur og grautur

Punktar

Velferð á að felast í fimm atriðum, ókeypis heilsugæzlu, ókeypis menntun, ókeypis gallabuxum, ókeypis hafragraut og ókeypis tíu fermetrum. Þetta er það, sem fólk þarf til að lifa. Fólk ætti að geta ráðið því, hvort það vinnur fyrir peningum til viðbótar. Af því fé fæst skattur til að borga fimm hornsteina velferðarinnar. Hitt notar fólk í óþarfa, svo sem í rándýra jeppa á ofurdýru benzíni, 400 fermetra íbúðir, brennivín og utanferðir. Að vel athuguðu máli munu margir fremur kjósa velferðina en græðgiskapphlaupið. Við ættum að fara að huga betur að lífsháttum gríska heimspekingsins Díógenesar.