Jóhanna Sigurðardóttir virðist líta á sig sem einhvern Jónas Kristjánsson álitsgjafa úti í bæ. Hún hefur skoðanir á ótal hlutum. Er forviða á launum bankastjóra Arion. Er forviða á sjálftöku skilanefnda og slitastjórna í ofurlaunum. Er forviða á launahækkun dómara. Hún virðist ekki átta sig á, að hún sjálf er forsætis. Hún minnir á seðlabankastjórann Davíð Oddsson. Hann virtist telja sig einhvern Egil Helgason álitsgjafa úti í bæ. En gleymdi að stjórna bankanum og stöðva viðskiptabankana. Eins og Davíð þá gerir Jóhanna ekkert með álit sitt og undrun sína. Hún bara gefur út álit og undrun.