Nafn- og myndbirtingar

Fjölmiðlun

Tilgangur nafn- og myndbirtinga er að segja fréttir. Fréttir án nafna eða án mynda eru fatlaðar. Á fyrri öldum stóð fólk á torgum og horfði á persónur dómsmála. Myndir í fjölmiðlum vernda þá fornu nálægð. Birtingar eru enginn þáttur í ferli dómsmála. Ekki þáttur í refsingu eða ígildi refsingar. Fjölmiðla á ekki að skipuleggja að utan með reglum félagslegs rétttrúnaðar. Þar mega ekki gilda reglur um, að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Slíkt veldur bara öðru hruni. Ný fjölmiðlum fer framhjá reglum félagslegs rétttrúnaðar. Blogg, Facebook og YouTube endurheimta nálægð þorpstorgsins.