Menn þegja þunnu hljóði

Punktar

Á sama tíma og þjóðin rífst um IceSave er ríkissjóður að taka á sig stærri skuldir. Menn þegja þunnu hljóði, þegar slett er tugum milljarða í banka, sparisjóði og tryggingafélög. Alls upp undir 100 milljarða síðustu mánuði. En menn trompast svo, þegar minnst er á 30 milljarða í IceSave. Af hverju gagnrýnir fólk ekki líka, að alls konar innlendur vandi er settur á herðar skattgreiðenda? Hvaða jafnræði er fólgið í slíku? Af hverju má setja allan vanda á herðar skattgreiðenda nema IceSave? Hitt er svo aftur á móti rétt, að framvegis þarf að banna ríkinu að yfirtaka skuldir fjármálastofnana.