Skattahækkanir hafa að mestu skilað sér. Áætlað var, að þær mundu skila 45 milljörðum króna árið 2010. En þær skiluðu 43 milljörðum króna, sem hlýtur að teljast gott. Enda eru skattar lægri en í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir hækkunina. Eðlilegt er, að skattar hækki, þegar ríkið tekur á sig gjaldþrot Seðlabankans og gefur nýjum bönkum tannfé. Enn má hækka skatta með ofurtekjuskatti og hærri fjármagnstekjuskatti. Og enn er benzín ódýrt hér á landi. Að öðru leyti erum við komin að þeim mörkum, að skattar dragi mátt úr athafnasemi. En fráleitt er að telja ríkið vera komið upp fyrir þau mörk.