Fávitar eða lygarar

Punktar

Annan september 2008 sátu Björgvin G. Sigurðsson bankaráðherra og Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fund með Alistair Darling í London. Darling segir, að sér hafi virzt Íslendingarnir vera að ljúga eða vera úti að aka. Tveimur vikum síðar seldi Baldur hlutabréf sín í Landsbankanum. Segir sína sögu. Hugsanlega voru ráðamenn og embættismenn Íslands greindarskertir, en líklegar voru þeir vísvitandi að ljúga að umheiminum. Orð seðlabankastjóra og önnur framkoma ráðamanna leiddi til réttlátrar beitingar hryðjuverkalaga. Gegn okkur og landráðamönnum okkar, sem reyndu að ljúga umheiminn fullan.