Ég hef áhyggjur af stuðningsmönnum nýja friðarsamningsins við Bretland og Holland. Þeir eru ekki nógu harðir af sér í samanburði við froðufellandi andstæðinga IceSave. Ábyrgðarleysingjar og siðleysingjar munu skila sér á kjörstað. Ég óttast hins vegar, að sumir í þögla meirihlutanum nenni ekki að kjósa. Skoðanakannanir, sem sýna 60-63% fylgi við IceSave, segja ekki alla söguna um tilfinningahita ábyrgðarleysis og siðleysis. Viljum við ljúka málinu með sæmd, verðum við gera skyldu okkar og mæta á kjörstað. Í siðuðu samfélagi eru sættir miklu betri en dómsúrskurðir. Við lifum ekki í Njálu.