Margs konar krónugengi

Punktar

Tillaga Lilju Mósesdóttur snýst um margs konar krónugengi. Laun flytjist á pari milli gamallar og nýrrar krónu. Sama er að segja um lágar inneignir í peningastofnunum, til dæmis fyrstu tíu milljónirnar. Eftir því sem upphæðir yrðu hærri, því lægra yrði gengi gömlu krónunnar. Eigi menn milljarð, fá þeir kannski 10% í nýjum krónum. Slíkt var gert í Þýzkalandi í þrígang á 20. öld. Þrígangur segir að vísu nokkuð um gallaða aðferð. En Þjóðverjar réttu úr kútnum og hefðu kannski gert það, hvort sem er. Lilja hyggst ræna útlendinga, sem eru fastir í krónum. Þetta er eins konar kennitöluflakk.