Sumir kokkar beita nýrri tækni. Vinsælar eru matvinnsluvélar, sem búa til mauk og froðu úr matvælum. Ný af nálinni er ofurfrysting matvæla í fljótandi köfnunarefni. Við það breytist áferð matvælanna. Sem síðan má misþyrma meira í matvinnsluvélum og með hleypiefnum. Þannig er með löngu ferli hægt að búa til sogrör úr vínediki. Heimsfræg eldhús eru orðnar að efnafræðistofum. Svo sem El Bulli hjá ofurkokknum Ferran Adrià sunnan Barcelona. Matvinnsluvélin og köfnunarefnið bætast við örbylgjuofninn og frystikistuna sem ísbúð og hamborgarabúlla ríka mannsins. En fólk leitar um síðir aftur til matvælanna.