Forvitnilegt er að fylgjast með fréttum af stríðinu í Líbýu. Bandarískir fjölmiðlar tala um bandarískar árásir. Brezkir miðlar tala um bandarískar og brezkar árásir. Lítið er minnst á franskar árásir, sem stöðvuðu þó innrás Gaddafi í Benghazi á laugardaginn. Það var dagur franskra orustuþota. Aðfaranótt sunnudagsins var síðan nótt flugskeyta bandaríska flotans. Svo var sunnudagurinn aftur dagur franskra orrustuþota. Íslendingar eru vanir þröngu og þjóðrembdu íslenzku eyjarskeggja-röri fjölmiðlunar. Athyglisvert er, að engilsaxneskir fjölmiðlar eru ekki heldur lausir við þjóðrembuna.