Bjarni Benediktsson verður stærsti taparinn, ef þjóðin segir nei við IceSave í kosningunni. Flokkur hans ber aðalábyrgð á IceSave. Átti fyrsta samninginn um málið á ofanverðu árinu 2008. Þá var Bjarni formaður þingflokksins. Nú er fjórði samningurinn á borði og nú að ráði nefndarmanns stjórnarandstöðunnar. Bjarni og flokkurinn segja já, en helmingur kjósenda flokksins segir nei. Að ráði Davíðs Oddssonar hrunkóngs. Ef hálfur Flokkurinn rís gegn formanninum 9. apríl, eru dagar Bjarna taldir í pólitík. Samt beitir hann sér of lítið. Hann virðist ekki átta sig á, að þannig flýtur hann fljótt að feigðarósi.