Við tökum þátt í að slökkva eldinn, þótt við berum ekki ábyrgð á brunanum. Við kveiktum ekki í, en öxlum samt ábyrgð. Alveg eins og við segjum já við samningnum, þótt við berum ekki ábyrgð á IceSave. Þannig er lífið, sumir vilja axla ábyrgð og aðra skortir ábyrgðartilfinningu. Siðferðlilega rétt er að axla ábyrgðina. Einnig er hagkvæmt að komast aftur í eðlilega samúð með útlandinu í viðskiptum og öðrum samskiptum. Í orrahríð hinna ábyrgðarlausu þarf kjark til að standa fast á meginreglum siðferðis. En við ætlum eigi að síður að láta brennuvargana svara til saka á öðrum vettvangi laga og réttar.