Davíð er að sigra Bjarna

Punktar

Þótt já-sinnum vegni betur í skoðanakönnun Gallup en nei-sinnum, gildir það ekki um kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Meðan þjóðin skiptist 43%-34%, þá snýst hlutfallið við hjá sjálfstæðismönnum, 34%-42%. Ef þetta verða úrslit kosninganna, er samningurinn samþykktur, en Bjarni Benediktsson samt tapari kosninganna. Miklu máli skiptir fyrir hann, að kjósendur flokksins velji á sama veg og hann sjálfur. Þeir virðast hins vegar fremur ætla að halla sér að Davíð Oddssyni. Hrunverjanum mikla, sem berst eins og ljón gegn IceSave og Bjarna. Sú niðurstaða yrði upphafið að endalokum Bjarna sem formanns.