Leikaraskapur ráðsmanna

Punktar

Stjórnlagaráð er farið að hittast samkvæmt fréttum. Er þó ekki búið að setja fyrsta fund þess. Svo virðist sem meirihluti stjórnlagaráðs sé farinn að gefa tóninn, án þess að formsatriða sé gætt. Lætur leka, að ráðsmenn hafi vilja fyrir hugmyndum um þjóðaratkvæði um stjórnarskrána á undan meðferð Alþingis. Gott mál út af fyrir sig, en hver er réttarstaða höfundanna? Þeir segjast líka ekki hafa ákveðið, hvort þeir taki sæti í ráðinu! Hverslags ólíkindalæti eru þetta? Ef ráðsmenn ætla að taka upp leikaraskap að hætti stjórnmálamanna, munu þeir hratt glata virðingu. Látið ekki eins og bjánar.