Enn hefur ekkert gott komið frá ríkisstjórninni í málum fjármálastofnana. Þar hefur alls engin hundahreinsun verið. Bankarnir stefna í fyrri sjálftöku og ræktun fjárglæfra. Ríkisstjórnin þarf að hreinsa til í Bankasýslunni og hreinsa fulltrúa hennar úr bankaráðum. Hún þarf að smíða lagafrumvarp um bann við bankaleynd. Þarf að smíða lagafrumvarp um bann við launagreiðslum til einkahlutafélaga. Frumvarp um bann við kennitöluflakki. Um bann við bónusgreiðslum í bönkum. Ríkisstjórnin er á síðasta snúningi. Ef eitthvað gott á eftir hana að liggja í fjármálum, þarf það að gerast á þessum vetri.