Obama hættulegur heimsfriðnum

Punktar

Áður en Barack Obama náði kjöri fullyrti ég, að hann væri umboðsmaður á framfæri risafyrirtækja. Ferill hans sannar þá kenningu mína. Sem forseti gerir hann allt annað en það, sem hann sagðist ætla að gera, þegar hann var í framboði. Auðræðið í Bandaríkjunum er nákvæmlega eins og það var, enda stendur styrkþeginn í þakkarskuld við auðmagnið. Bandaríkin eru rekin sem hernaðarvél til að koma stríðstólum í verð. Sem fjárglæfravél til að halda bankabófum á floti. Bandaríkin hafa um langt skeið verið mesta ógnunin við heimsfriðinn. Undir stjórn Obama eru þau meiri ógnun en nokkru sinni fyrr.