Sannreynsla er hornsteinninn

Fjölmiðlun

Sannreynsla er hornsteinn fjölmiðlunar. Blaðamenn taka ekki allt trúanlegt, sem þeim er sagt. Ef fanatíkus heldur einhverju fram, kanna blaðamenn málið. Segja til dæmis lesendum, hverjir borga IceSave auglýsingar. Láta ekki hagsmunaaðila halda fram því, sem þeim sjálfum þóknast. Fyrir bragðið geta notendur vestrænna fjölmiðla treyst því, að blaðamenn reyni að draga úr botnlausu þvaðri fanatíkusa á opinberum vettvangi. Hér spara fjölmiðlar sér hins vegar oftast að sannreyna það, sem þeim er sagt. Fyrir bragðið vaða hér uppi alls konar rangfærslur, sem sumir notendur fjölmiðla hafa fyrir sannar.