Gjaldþrot íslenzku bankanna er þriðja stærsta gjaldþrot heimsins. Gjaldþrot fjárfestingarbankans Lehman Brothers og íbúðalánasjóðsins Washington Mutual eru stærri. Gjaldþrot bankanna leiðir til, að skuldir þeirra hverfa og lenda lítt á þjóðinni. Þúsunda milljarða skuldir hverfa úr þjóðarbúskapnum. Þær hanga inni í þjóðhagsreikningum, því að bankarnir hafa enn ekki verið gerðir upp. Þegar þar að kemur, hverfa bæði eignir og skuldir. Sama er að segja um skuldir Actavis. Þær eru enn inni í þjóðhagsreikningum. Nú hefur Deutsche Bank eignast Actavis, svo að eignir og skuldir þess fara úr þjóðarbúskapnum.