Gjörgæzla eða gjaldþrot

Punktar

Orkuveita Reykjavíkur er árum saman búin að vera í ruglinu. Það byrjaði í tíð Alfreðs Þorsteinssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þá var reist höllin mikla í Árbænum. Þá óku allir yfirmenn stofnunarinnar um á dýrustu jeppum. Flugu um allan hnöttinn til að leita tækifæra. Sögðu, að þeir væru að sigra heiminn. Nákvæmlega eins og bankamennirnir. Afleiðingunum hefur verið haldið leyndum þangað til núna. Ný forstjóri hyggst koma Orkuveitunni í gjörgæzlu. Reynir að selja lífeyrissjóðunum Hverahlíðarvirkjun til að hindra gjaldþrot. Hyggst einbeita sér að gamla, góða gróðaveginum: Að okra á raforkunotendum.