Útlendingarnir og Íslandið

Punktar

Útlendingar töpuðu 8000 milljörðum á íslenzkum bófum og eru afar ófúsir til frekari viðskipta. Með friðarsamningi um 30 milljarða fáum við vottorð um siðferði. Við byrjum þá að ganga í átt til eðlilegra samskipta við útlönd. Sú ganga verður löng. Vonandi náum við einhverjum vegalengdum á þeirri leið á næstu árum. Svo að barnabörnin mín geti lifað hér í landi um ókomna áratugi í sátt við umheiminn. IceSave er siðrænn og hagsýnn friðarsamningur fyrir framtíð afkomenda okkar. Samningurinn er ótrúlega ódýr aðferð við að ýta okkur aftur í siðaðra þjóða hóp. Þökk sé Lee Buchheit og Lárusi Blöndal.