Ísland er sér á parti

Punktar

Hvergi í Evrópu hefur átt sér stað annar eins heilaþvottur og á Íslandi. Þar hefur hvergi orðið annað eins fráhvarf frá frjálshyggju og græðgisvæðingu. Flokkar frjálshyggju efldu meirihluta sinn á Evrópuþinginu og José Manuel Barroso frjálshyggjumaður verður áfram framkvæmdastjóri Evrópusambandsins. Aðeins á Íslandi sigruðu sjónarmið réttlætis og jafnaðar í kosningum. Aðeins Íslendingar og kannski Írar horfast í augu við hrun frjálshyggjunnar. Annars staðar hefur kreppan verið vægari. Þar telja menn víðast enn, að lítt heft einkaframtak sé bezt. Þar eru loftbólu- og bankabófar enn í hávegum hafðir.