Ónæm fyrir kosningabombum

Punktar

Fólk er smám saman að gera upp hug sinn. Óákveðnum fækkar hægt og bítandi. Þeir, sem taka ákvörðun, skiptast jafnt milli já og nei. Þannig helzt bilið samkvæmt skoðanakönnun Capacent. 43% eru núna fylgjandi samningi og 36% eru andvígir. Þetta er ekki mikill munur. Ég hef hingað til haldið, að fleiri já-menn muni sitja heima, en Capacent fann hið gagnstæða fyrir viku. Því vil ég leyfa mér að vona, að niðurstaðan verði já. En mjótt verður á mununum. Nú má búast við flugeldum og skotkökum á næstu dögum. Örvæntingarfullir munu spila út síðustu trompunum. Ég held, að þjóðin sé ónæm fyrir kosningabombum.