Allt gott kemur að utan

Punktar

Flest framfaramál Íslands eru orðin til fyrir þrýsting frá Evrópusambandinu. Umbætur í réttarfari, náttúruvernd, neytendavernd, öryggi á vinnustöðum. Frá Evrópu kemur líka krafan um lága vexti, lága verðbólgu og lágan ríkishalla. Í vegi aðildar að Evrópu standa sérhagsmunir kvótagreifa og búvörugreifa. Óttast góða stjórnsýslu, vilja varðveita gerræði, frændhygli, flokkshygli, hagsmunagæzlu. Stjórnmálasaga Íslands frá stofnun lýðveldis sannar, að við getum ekki stjórnað eigin málum. Vondir eru pólitíkusarnir, verri er sjálf þjóðin. Einkum þegar hún tryllt nær höndum saman í þjóðaratkvæðagreiðslum.