Íslenzka leiðin úr kreppunni er önnur en erlenda leiðin. Hér varð algert bankahrun, ekki bara nokkurra banka. Bankahrunið leiddi til gengishruns krónunnar. Önnur ríki hafa sterkari myntir, sem ekki hrundu. Þess vegna hrundu lífskjör á Íslandi, en ekki annars staðar. Þorra kostnaðarins af bankahruni var þannig velt yfir á almenning á Íslandi. Í formi dýrari varnings frá útlöndum og verðhækkunar á skuldum í erlendri mynt. Margir fagna þessu og segja krónuna hafa bjargað okkur. Eru jafnframt að segja, að frábært hafi verið að geta velt vandanum yfir á lífskjör almennings.