Osama bin Laden féll í gær í áhlaupi bandarískra öryggissveita á höll í Abbottabad í Pakistan. Og tóku líkið með sér á brott. Nutu aðstoðar pakistanskra öryggissveita. Osama var ein áhrifamesta persóna heimsins síðasta áratug. En áhrif hans voru tekin að þverra upp á síðkastið. En hann verður nú gerður að píslarvætti í hugum róttækra múslima. Annars verða pólitísk áhrif lítil. Pakistan kemst aftur í bandaríska náð. Getur einbeitt sér betur að stuðningi við talíbana. Léttir því ekki stríð vesturveldanna í Afganistan. En kannski róast Bandaríkin pínulítið við fall Óvinarins Mikla.