IceSave er ókeypis

Punktar

Góð sundurliðun á IceSave er í Fréttablaðinu í gær í fréttaskýringu Brjáns Jónassonar. Kökurit flokkar þar eignir þrotabús Landsbankans. Sýnir hlutfall ýmissa tegunda af eignum. Þriðjungurinn felst í reiðufé, sem búið er að fá. Annar þriðjungur felst í inneign hjá nýja Landsbankanum, sem stjórnvöld sjá um að borga. Hlýtur að teljast trygg eign, varla verður ríkið gjaldþrota. Síðasti þriðjungurinn felst í erlendum útlánum og hlutabréfum, sem skila sér nánast að fullu. Lítið brot af eignasafninu er ótryggt. Varfærin skilanefnd segist eiga 89% upp í skuldir, en mun raunar eiga meira en 100% upp í þær.