Davíð gengur aftur

Punktar

Fréttablaðið og Ríkisútvarpið hafa upplýst, að nei-fólk sé ofan á. Úrslit þjóðaratkvæðisins á laugardaginn verði nei, því miður. Íslendingar fá úrslitin, sem þeir eiga skilið. Unnvörpum féllu þeir fyrir lymskulegum áróðri og eiga bara skilið þá erfiðleika, sem sigla í kjölfarið. Þótt þeir neiti að axla ábyrgð á vanda þjóðarinnar, hverfur vandinn ekki. Skásta útkoman er, að verð erlendra eigna Landsbankans hækki eins og verzlanakeðjunnar Iceland. Þá gufar skuldin upp af sjálfu sér. Alvarlegust er niðurstaðan fyrir Bjarna Benediktsson. Hann er núna baulaður niður á flokksfundum. Davíð Oddsson tekur þar við völdum.